..bara sanngjarnt!!!

Þetta er snilld. Því Ferrari átti þennann sigur sko skilinn eftir allt sem gerðist á brautinni í dag.
mbl.is Sigur dæmdur af Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum er þetta sanngjarnt?  Eins og stendur í fréttinni hagnaðist Hamilton ekki á því að skera þessa beygju, heldur hleypti hann Raikkonen strax fram úr sér aftur.  Ég veit svo ekki betur en að Raikkonen hafi verið á fjallabaksleið í dágóðan tíma þegar þessi rimma átti sér stað og kom út á brautina þar sem malbik lá við malbik, á meðan Hamilton kom sér inn á brautina eins fljótt og hægt var, með því að fara yfir graskant.  Helv.. Fiat-samfélag...

Dísa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Ingólfur

"allt sem geriðst á brautinni"?

Kimi datt út einn og óstuddur, Massa var aldrei að keppa við Kimi og Hamilton.

Hamilton fór eftir reglunum og hleypti Kimi fram úr sér og fór aftur fram úr hinummegin, svo augljóst var að Kimi var kominn fyrir framan. Og á innan við hring skiptu þeir eftur tvisvar um sæti, þannig í raun hafði atvikið  engin áhrif, sérstaklega ekki eftir að kimmi datt út.

Það eina sem hugsanlega var hægt að refsa Hamilton fyrir var að vera ekki með svartan smáhest á bílnum sínum, en það er einmitt illa séð hjá forsvarsmönnum F1.

Ingólfur, 7.9.2008 kl. 17:19

3 identicon

Hleypti Hammilton Kimi framúr? Það var þá bara að nafninu til, hann pressaði hann allan tíman maðan hann hleypi honum framúr og leið og hann sá afturvænginn byrjaði hann að svinga bílnum til og frá og mátti engu muna að hann tæki afurendan á bíl Kimi. Ég veit að ykkur McLaren mönnum hefði þótt þetta sangjarnt ef það hefði verið öfugt, Kimi sem stytti sér leið og léti eins og kjáni við framúraksturinn.

Mopparinn (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:30

4 identicon

Hvað andskotans rugl er þetta í ferrari mönnum að hammilton væri að svinga framm og til baka fyrir aftann kimi? þegar hammi var kominn í rassgatið á þessari ferrari druslu og ætlaði frammúr þá svínar kimi fyrir hann!!!!!!!!!!!!!!  en það skifti eingu máli því hammilton hentist framm úr honum og kimi átti ekkert svar við því. kimi ofreyndi sig og endaði útaf

Daniel Árnason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Ingólfur

Bara að nafninu til? Hvað átti hann að gera, leggja úti við kant og drepa á bílnum þar til allir bílar með fíat merki væru komnir hring á undan honum?

Ef Hamilton hefði reynt að bremsa í staðin að þá hefðu þeir líklega skollið saman, en ef ekki þá hefði Hamilton verið alveg upp við Kimi allan tímann og farið fram úr á sama stað.

Ingólfur, 7.9.2008 kl. 17:43

6 identicon

Það vill nú svo til að ég er Toyota maður. Horfði alveg hlutlaus á þetta. Frá mínum bæjardyrum var Hamilton brotlegur.

Mopparinn (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:00

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er að koma lykt að Ferrari. Vond lykt. Hamilton er sigurvegari dagsins. Ég vona að þessum slæma dómi verði breytt.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 18:24

8 Smámynd: Áddni

FIA=Ferrari International Assistance !

Ef þeir geta ekki ekið í mark sem sigurvegarar, þá er bara dæmt eitthvert bull þar til að þeir standi uppi sem sigurvegarar...

Illa spillt "íþrótt" !

Áddni, 7.9.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Einar Steinsson

Ég styð hvorki Mercedes né Fiat (RauðaNautið hér) og það eina sem ég sá voru tveir frábærir ökumenn að takast á eins og á að takast á í kappakstri. Hamilton varð að víkja til að forða árekstri og fara styttri leiðina og gerði þess vegna eins og á að gera í svoleiðis tilfellum, hann hægði á sér og fór aftur fyrir, hvar liggur brotið? Ef eitthvað var var hann þvingaður útaf.

Það er talað um að reyna að auka framúrakstur í Formúlunni en ég held að ef Ferrari verður áfram í F1 þá verður að bæta við reglu um annað sæti við hlið ökumannsins, nefnilega yfir lögfræðing til að ráðleggja bílstjórunum þegar þeir taka fram úr rauðum bílum.

Einar Steinsson, 7.9.2008 kl. 19:42

10 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Kíkið á þetta og sannfærist!

http://www.youtube.com/watch?v=VCEYjNoBYo0

Hilmar Dúi Björgvinsson, 7.9.2008 kl. 20:20

11 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Alveg rétt þarna sést það að Hammilton hleypti Kimi framm úr sér enda mun hraðskreiðari og tók því framm úr honum aftur. Átti hann kanski að gefa Kimi 4-5 sek svo hann Kimi hefði meiri möguleika á að vinna?

Ómar Már Þóroddsson, 7.9.2008 kl. 21:13

12 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Þetta er ótrúlegt bull að dæma svona.  Það getur ekki verið augljósara að Levis hleypti Kimi framúr.  Það er ekki hægt að gera meiri kröfu til manna eins og í þessu tilfelli.  Levis var kominn framúr Kimi við beyjuna, Kimi þvingar hann útaf og Levis gerir það eina rétta, víkur frá og forðar árekstri.  Gefur síðan Kimi aftur sætið. 

Raunar er spurning að refsa Kimi fyrir að sikksakka fyrir framan Hamilton því eins og reglur segja má ekki skipta oft um aksturslínu í baráttu um sæti.

En hvernig var það, var Alonso refsað fyrir að keyra yfir litað svæði á leið inn á þjónustusvæðið?  Sváfu dómararnir þá ?

Sigurður Jón Hreinsson, 7.9.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband