Enn herðir á hengingaról meirihluta sveitastjórnar Norðurþings

þessi frétt er tekin af vef Rúv  

"Orkuveita Húsavíkur gjaldþrota

Orkuveita Húsavíkur er tæknilega gjaldþrota. Tap orkuveitunnar á síðasta ári nam rúmum 702 milljónum króna, og bókfært eigið fé fyrirtækisins er neikvætt um 142 milljónir króna.

Á síðasta ári varð 702 milljóna króna tap á rekstri félagsins fyrir skatta, miðað við tæplega sextíu og þriggja milljóna króna hagnað árið áður. Þar veldur mestu um 645 milljóna króna gengistap af erlendum lánum fyrirtækisins vegna gengishraps íslensku krónunnar í kjölfar bankahrunsins.
Bókfært eigið fé fyrirtækisins er neikvætt um 142 milljónir króna og eiginfjárhlutfall neikvætt um 9,6% í árslok 2008. Sveitarfélagið Norðurþing er eigandi að öllu hlutafé í félaginu, Gunnlaugur Stefánsson er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.

Orkuveitan hefur fjárfest mikið í orkufyrirtækinu Þeistareykjum ehf. undanfarið, en fyrirtækið annast orkurannsóknir í Þingeyjarsýslum, með mögulega orkuöflun fyrir Bakkaálver í huga. Gunnlaugur óttast um framtíð Orkuveitu Húsavíkur verði núverandi efnahagsástand þjóðarinnar viðvarandi."

Svo kom frétt hjá rúv um áhyggjur vinstri grænni hér í Norðurþingi:
"Fulltrúi Vinstri-grænna í sveitarstjórn Norðurþings hefur verulegar áhyggjur af fjárhagsstöðu Orkuveitu Húsavíkur. Fyrirtækið var rekið með ríflega 702 milljóna króna tapi á síðasta ári. Fulltrúinn vill að sveitarfélagið, sem er eigandi Orkuveitunnar, hætti að bíða eftir álveri á Bakka og leiti annarra leiða til að hagnast á hluta Orkuveitu Húsavíkur í Þeistareykjum."

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Sæll Hilmar!

Þær eru merkilegar þessar áhyggjur fulltrúa VG í sveitarstjórn Norðurþings þar sem hann sá ekki ástæðu til að mæta á aðalfund Orkuveitu Húsavíkur til að ræða stöðu fyrirtækisins. Fulltrúi VG í sveitarstjórn hefurlíklega lítið kynnt sér ástæður þessar stöðu OH og hefur líklega ekki mikinn áhuga á því. Fjárfestingar OH í Þeystareykjum ehf vegna fyrirhugaðara álversframkvæmda á Bakka er líklega einn helsti bjarghringur Orkuveitu Húsavíkur. Það er líkleg rétt að minna þig á það að vandi Orkuveitunnar er aðallega til kominn vegna ákvarðanna sem teknar voru í meirihlutatíð VG og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Húsavíkurbæjar.

Gunnlaugur Stefánsson, 29.4.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Sæll Hilmar!

Ef fulltrúi VG í sveitarstjórn Norðurþings hefur veraulega miklar áhyggjur af stöðu Orkuveitu Húsavíkur þá hefði hann átt að sjá sér sóma í því að mæta á aðalfundinn og ræða stöðu fyrirtækisins við stjórn og endurskoðanda þess. Áhyggjunar eru ekki meiri en svo að hann sá enga ástæðu til að mæta og hefur líklega lítið kynnt sér málefni þess fyrirtækis.

Vandi fyrirtækisins í dag er aðallega til komin vegna ákvarðana sem teknar voru í meirihlutatíð VG og Samfylkingarinnar í sveitarstjórn Húsavíkurbæjar.

Það sem er Okruveitunni helst til bjargar í þessu ástandi er einmitt fjárfestingar fyrirtækisins í orkufyrirtækinu Þeystareykjum ehf sem hefur unnið að því að afla hugsanlegu álveri á bakka orku.

Gunnlaugur Stefánsson, 30.4.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

mér finnst mjög eðlilegt að hafa áhyggjur af framtíð fyrirtækisins, sem er jú ennþá í okkar eigu. Og verður það voandi um ókomnatíð. og mér sýnist að þú ásamt fleirum hafi einnig áhyggjur!!! En nú er svo komið að álver á bakka er ekki fýsilegur kostur í stöðunni og kannski eru engir kostir í stöðunni með það í huga að nýta orkuna á Þeystareykjum. Og miðað við þín skrif hér Gulli þá ertu farinn að tala um hugsanlegt álver en ekki álverið sem er að koma. Það sem að ég hef líka áhyggjur af er rekstrarreikningu fyrirtækisins. Taprekstur á síðasta ári um ca 55 milljónir og þetta var fyrirtæki sem að skilaði rekstrarlegum hagnaði síðustu ár þar á undan. Hvað gerðist þar? Svona ein spurning; hvernig er boðað á aðalfund? Eru þessir fundir opnir öllum?

Nóg í bili.....

Hilmar Dúi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband