24.5.2009 | 17:33
Staurinn var settur upp í leyfisleysi
Þar sem að ég er fulltrúi VG í skipulags- & byggingarnefnd Norðurþings þá verð ég að útskýra málið aðeins. Málið er einfalt í mínum huga. Staurinn var settur upp í leyfisleysi og ber því eiganda staursins að taka hann niður og sækja að nýju um leyfi fyrir uppsetningu á staurnum. Þetta er einfaldlega prinsippmál að mínu mati, reglur eru reglur. Í lok mars sækja þeir hjá Og Fjarskiptum um að reisa 12 m háan staur við verslunina í Ásbyrgi. Og fá þá hjá skipulags- og byggingarfulltrúa óformlegt leyfi til þess að reisa staurinn en að því undangengnu að nefndin samþykki það. En Og Fjarskipti keyra málið í gegn á þeim forsendum sem mér þykir það versta í þessu öllu saman. Menn þurfa einfaldlega leyfi.
set hérna inn bókun vegna málsins í s&b nefnd:
"5. | 200904051 - Og fjarskipti v/ uppsetningar á fjarskiptaloftneti við verslunina Ásbyrgi | |
| Óskað er eftir leyfi til að setja upp 18,5 m háan tréstaur og á hann fjarskiptabúnað. Staurinn hefur þegar verið reistur. Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist athugasemd frá Hjörleifi Finnssyni, þjóðgarðsverði sem telur staurinn ekki boðlegan í aðlaðandi umhverfi þjónustureits fyrir ferðamenn.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur umræddan staur hafa augljósan tilgang til að bæta símsamband á svæðinu og því mikilvægan bæði til þjónustu vegfarenda og sem öryggisbúnað. Nú þegar eru þrjú önnur loftnet á og við húsið. Meirihlutinn fellst því á að umræddur staur fái að standa til tveggja ára frá samþykki sveitarstjórnar. Að þeim tíma liðnum verði hagsmunaaðilar búnir að koma loftnetsmálum í útlitslega og þjónustulega betra horf. Næsti nágranni hefur þegar haft tækifæri til að tjá sig um mannvirkið. Skipulags- og byggingarnefnd telur frekari grenndarkynningu óþarfa.
Fulltrúi VG í Skipulags- og byggingarnefnd harmar að staurinn hafi verið settur upp í heimildarleysi. Fulltrúi VG tekur undir þau sjónarmið þjóðgarðsvarðar að staurinn sé of hár og mikill á þessum viðkvæma stað. Hann fellst því ekki á leyfi fyrir staurnum og fer því fram á að hann verði fjarlægður innan tveggja vikna.
Friðrik vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis." set einnig inn frétt af ruv.is: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item265657/
|
Verða að fjarlægja símastaur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Athugasemdir
Skil ekki hvað vandamálið er .. það stendur í frétt Rúv : "en byggingarfulltrúi sveitarfélagsins gaf óformlegt leyfi fyrir staurnum með því skilyrði að hann yrði fjarlægður ef leyfi fengist ekki afgreitt í stjórnsýslunni."
og ef það er einsog þú segir "Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur umræddan staur hafa augljósan tilgang til að bæta símsamband á svæðinu og því mikilvægan bæði til þjónustu vegfarenda og sem öryggisbúnað. Nú þegar eru þrjú önnur loftnet á og við húsið. Meirihlutinn fellst því á að umræddur staur fái að standa til tveggja ára" þá finnst mér nú óttalega heimskulegt að láta þá taka niður staurinn bara til þess eins að setja hann upp aftur eftir að meirihlutinn samþykki þessa umsókn.
Og því hærri sem sendar eru þá ná þeir yfir stærra svæði og sambandið verður betra og öruggara.
Jóhannes H. Laxdal, 24.5.2009 kl. 19:04
Það er ekkert vandamál í gangi. Það stendur einfaldlega skýrt í byggingarlögum að svona framkvæmd er byggingarleyfisskyld. Þannig finnst mér voðalega skrítið að leyfa mönnum að dúndra upp staurum hingað og þangað og sækja svo um byggingarleyfi eftirá. Er það ekki svolítið skrítið?
Hilmar Dúi Björgvinsson, 24.5.2009 kl. 20:02
Hver er Friðrik? Og hvers vegna vék hann?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.5.2009 kl. 20:16
Hann Friðrik er umboðsmaður símans á Húsavík.
Hilmar Dúi Björgvinsson, 24.5.2009 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.