Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

...minnkandi eftirspurn á Áli

tekið af frétta vef ruv.is

"Álver á Bakka enn fýsilegt

Hlutabréf í Alcoa Inc., móðurfélag Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði, féllu um tólf prósent á mörkuðum í gær eftir að fyrirtækið tilkynnti um samdrátt í framleiðslu vegna alþjóða lausafjárkreppunar.

Þá hefur fyrirtækið tilkynnt um uppsagnir á 660 starfsmönnum, en uppsagnirnar, samdrátturinn og minnkandi eftirspurn eftir áli hefur vakið upp spurningar um fyrirhugaðar álversframkvæmdir fyrirtækisins á Bakka við Húsavík. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri Alcoa Fjarðaráls segir fyrirhugað álver á Bakka enn fýsilegt í augum fyrirtækisins."

Það er að gerast sem að VG var búið að vara við, minnkandi eftirspurn á áli og núna er einungis árið 2008 en hvernig verður þetta þegar að álverið á að fara í gang árið 2015(ef að það gengur eftir).

Það er spurning um að fara að hleypa fleiri fyrirtækjum að en bara Alcoa.

Enn eitt dæmið um það að við séum að missa fyrirtæki annað en hingað á svæðið er fyritækið Greenstone ehf. sem er að fara í Dalvíkurbyggð.

"Netþjónabú á Dalvík?

Dalvíkurbyggð og Greenstone ehf., hafa átt í viðræðum um úthlutun lóðar vegna uppbyggingu netþjónabús í Dalvíkurbyggð, þetta kom fram á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar í morgun, Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu við Greenstone ehf."

Hvenær hleypum við öðrum að?

 

 


..var þetta tóm vitleysa

Mér finnst nú að Samfylkingin eigi að sjá að sér og nota tækifærið og slíta stjórnarsamstarfinu strax í gær. En hugmynd Davíðs um þjóðstjórn er alveg skoðandi í mínum huga. Samfylkingin hefur ekki náð mörgum kosningaloforðum í gegn á samtarfinu við Sjálfsstæðisflokkinn frekar en aðrir flokkar. En nú er komið að því frjáshyggjan er hrunin og sér ekki fyrir endanum á því. Það á fleira eftir að koma í ljós í næstu viku......
mbl.is Ræddu aldrei stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband