Færsluflokkur: Enski boltinn

Nýtt síson að byrja; spá fyrir sísonið og leikur dagsins

Nú er nýtt síson að byrja í dag. reyndar byrjaði það um dagin en þá einungis í neðri deildum sem og öðrum keppnum á Englandi.

Ákvað að henda hér inn spánni minni fyrir úrvalsdeildina, hef ekki gefið mér tíma til þess að skoða neðri deildirnar og gef ég mér leyfi til þess að skella inn spám fyrir þær á næstu dögum(ef að nennan verður fyrir hendi)

logo-prem-league-table  2010-2011

1.       Arsenal-klárlega yngsta liðið og þar með sprækasta liðið og taka dolluna í ár í 36. umferð

2.       Man. UTD-klárlega elsta og reyndasta liðið-en aldurinn sem og meiðslavandræði setja strik í reikninginn

3.       Liverpool-klárlega besti stjórinn mættur á Anfield(getur gert mikið úr litlu)

4.       Man. City-klárlega mesti peningurinn til hér á bæ

5.       Chelsea-skál(flopp ársins og stjórinn rekinn um jól)

6.       Stoke City-klárlega maður við stjórnvölin sem að getur gert góða hluti

7.       Everton-klárlega góður stjóri – en ekki nógu góður

8.       Tottenham-klárlega lið sem að leggur allt í meistaradeildina og gleymir deildinni

9.       Fulham-klárlega besta liðið(að mínu mati)-taka deildarbikarsdolluna á þessu sísoni

10.    Newcastle-klárlega flottasti miðvörðurinn

11.    Sunderland-Bruce siglir lygnan sjó í allan vetur

12.    Wolves-eftir að hafa rætt málin vel við Víði Lunda

13.    Aston Villa-stjórinn farinn og liðið með

14.    Bolton-Wandræðaklúbbur og leikmenn klúbbsins líka en verða allann tímann seif frá fallsóninu

15.    West Ham-Werða klárlega með í fallbaráttunni til loka umferðar

16.    Wigan-fallbaráttulið frá upphafi til enda

17.    Blackpool-nær að sleppa við fall á síðasta degi með því að taka einn sigur í lokaumferðinni

18.    Blackburn-Stóri verður rekinn þann 17 nóvember og Martin O´Neil tekur við en tekst ekki að bjarga málunum þar á bæ

19.    Birmingham-klárlega slakt lið

20.    WBA-wersta bandalag allratíma

Þá er það leikur dagsins: Bolton-Fulham spáin: 1-2 (mörk Fulham Hangeland og Zamora)meira síðar

 


mbl.is Félagaskiptum lokið - ensku hóparnir klárir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roy er klárlega stjóri ársins......

já það er loksins komið! hugsaði ég þegar að dómarinn flautaði leikinn af í gær. Þvílík spenna og þvílíkur leikur og ég tala nú ekki um tímabilið í heild.....bara snilld. Ef að ég væri ríkur þá mundi ég fara klárlega til Hamborgar ásamt félögunum. En í þess stað verður klárlega boðið til veislu þegar að úrslitaleikurinn fer fram 12. maí nk.

Já tímabilið í ár er ótrúlegt við höfum verið að spila í Evrópudeildinni(sem margir kalla reyndar textavarpsdeildina) síðan í júlí og þann 12. maí næstkomandi leikum við leik nr. 63 á þessu tímabili ssem að er klárlega leikjamet.

svo er það bara að vinna næstu 2 leiki í deildinni og tryggja sér þægilega stöðu í deildinni.


mbl.is Ferguson: Roy er stjóri ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það sést hvaða lið er stærra liðið

Ég er alls ekki að gera lítið úr Liverpool sem liði. En vildi bara impra á því hversu léleg þessi fréttamennska er hjá mbl.is ásamt fleiri miðlum reyndar líka. Það er alltaf fjallað mikið um "stóru" liðin en minna um hin liðin. Eins og sést berlega á þessari frétt.

En að leik minna manna ég get nú ekki annað en verið sáttur með að landa 3 stigum og þar með tryggja veru okkar í deildinni tölulega. Og gaman að sjá nýja manninn skora mark. 


mbl.is Birmingham og Liverpool skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þá er það páskaleikurinn

fulham wigan

Leikur dagsins er við lærisveina Roberto Martinez. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinn og hafa jú stundaum sýnt það að þeir geti spilað góðan fótbolta. eins og er eru þeir í 16. sæti og 4 stigum á undan West ham og Hull í fallbaráttunni. Mínir hafa ekki verið að gera góða hluti í keppnum heimanfyrir undan farið duttu ósanngjarnt út úr bikarnum á móti þeim fjólubláu en í 8 liða úrslitu þó. Fulham hafa ekki náð svo langt í þeirri kenni í áraraðir og yfir leitt dottið út úr keppninni snemma og á móti neðri deildarliðum. Svo er það evrópuboltinn sem að hefur truflað einbeitingu heimafyrir og þá líka er þol leikmanna ekki svo gott að þeir eru hreinlega hvíldir í leikjum heima fyrir eins og til dæmid í leiknum gegn Hull á útivelli um daginn. Evrópudeildin gengur hins vegar fram úr björtustu vonum á Craven og muna elstu menn á Craven ekki eftir öðru eins ári í boltanum. En aftur að leik dagsins mín spá er eins skonar óskhyggja og spái ég sigri 3-0 Gera með 2 og Zamora með eitt.

12

 Fulham        31   38

13

 Sunderland  33  38

 14  Wolves        33   32
 15  Bolton         33   32
 16  Wigan         32   31
 17  West Ham   32   27
 18  Hull              32   27
 19  Burnley        33   24

Leikur dagsins og leikur á laugardegi

Þá er komið að því að mínir menn fara að spila á laugardegi. Það hefur nú ekki gerst lengi enda liðið upptekið í öðrum kennum eins og Evrópudeildinni þar sem að þeir hafa staðið sig mjög vel og fram úr björtustu vonum allra að ég held. Menn höfðu nú ekki trú að því að evrópumeistararnir mundu liggja fyrir fersku liðið Fulham og svo ég tali nú ekki um Juventus, evrópumeistara til margra ára.

Nú er komið að útileik gegn Hull City. Það er lið sem að er í mikilli fallbaráttu og kemur þessi leikur til með að hafa mikil áhrif á lið og leikmenn þess. En menn þurfa að passa sig vegna þess að það eru framundan margir leikir.

Hull er sem stendur í 19. sæti deildarinnar með 24 stig en eru búnir að spila einu leik færra heldur en Burnley sem er einnig með 24 stig en í 18. sæti á hagstæðari markatölu.

Fulham siglir heldur lignann sjó að mínu mati eru sem stebdur í 10.sæti deildarinnar með 38 stig. en eru í raun komnir í baráttu um það sæti við Stoke (með 36.stig)og Blackburn(með 38.stig) og jú kanski Sunderland sem fylgir þeim fast á eftir með 35.stig.

Þá er það spáin:

Hull 1 Fulham 2 og Zamora og Murphy með mörkin í seinni hálfleik en Hull kemst yfir í fyrri hálfleik með rangstöðumarki.

 


hvaða leikmenn eru eiginlega í Portsmouth

Nú er lag að versla ódýrt það er bara spurnig hvað aleikmenn eru í boði. Ég hef alltaf sagt það að Hermann eigi að koma á Craven hann mundi pluma sig fínt í liðinu.
mbl.is Portsmouth má selja leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þá er það bara 8-liða úrslit í evrópubikarnum

þetta var snilld í kvöld. Held bara að ég hafi ekki séð jafn skemmtilegann fótboltaleik bara síðan 4-3 leikirnir hjá Liverpool og Newcastle á síðustu öld.

Þetta er klárlega besti árangur Fulham FC. Næst besti árangur liðsins er klárlega bikurúrslit á wmbley gegn West Ham 1975.

Mínir dyggustu vinir og stuðningsmenn hafa hringt í mig í kvöld og dásamað þetta fyrirbæri já fyrirbæri hver hefði trúað þessu Fulham í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Gaman verður að sjá hverjir verða fyirir valinu í næstu umferð.

læt hér fylgja slóða á umfjöllun um leikinn:

http://www.fulhamfc.com/MatchAndTeam/MatchCentre/Matches/0910/EuropaLeague/JuventusHome.aspx


mbl.is Frækinn sigur Fulham á Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki góð frétt....

Þetta er ekki góð frétt, hvorki fyrir liðið nér fréttaritarann. Skrifin eru til skammar menn verða nú að fara girða sig í brók þarna á mbl sem og öðrum miðlum. Það er stundum of greinilegt að menn þýði erlendar fréttir bara beint og eru ekkert að spá í samhenginu né öðru. Þetta eru jú einungis litil lið sem að verða svona fyrir bar'ðinu á lélegri fréttamennsku.

En varðandi liðið þá eru þetta slæm tíðindi. En það er spurning með þessa nýju lánsmenn hvort að þeir geti komið í stað Andy....sem að ég reyndar efast um.

Enþá er það spá dagsins

Bolton 1 fulham 2 þetta er reyndar eitthvað sem að ég er að vonast eftir þetta byggir ekki á neinu öðru.


mbl.is Johnson ekki meira með á tímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég trúi þessu ekki....

þetta finnst mér ekki gott. Af hverju þarf það alltaf að vera þannig að þegar að eitthvað efni kemur upp í svona litlum liðum eins og Fulham að menn séu seldir. Smalling hefur verið að standa sig gríðarlega vel og ekki veitir af því að hafa sterka menn í hópnum þegar að lengra lýður á mótið. Og svo að ég tali nú ekki um það að selja hann til Man. utd.......

nei takk

við seldur Saha á sýnum tíma þegar að hann var að toppa sem sóknarmaður.

ég bara skil ekki......varð bara að koma þesu frá mér

 

gott í bili.....en gleymdi einu;

spá kvöldsins

Tottenham 2 Fulham 3 og Zamora skorar sigurmarkið á 83 mínútu


mbl.is Smalling á leið til Man. Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það hlaut að vera....

já var það ekki það þurfti dómaraskanndal til þess að koma ungligadeild arsenal uppí topp sæti deildarinnar......skamm skamm það þarf að fara taka til í herbúðum dómar á englandi....

 

 

....en annars til hamingju með toppsætið Arsenal menn...en það verður nú ekki lengi...


mbl.is Wenger: Þetta lið gefst aldrei upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband