Bréf til foreldra barna á Grænuvöllum

Þann 26.mars fengum við foreldrar leikskólabarna á Grænuvöllum (leikskóli á Húsavík, Norðurþingi)bréf frá leikskólastjóra Grænuvalla. Vitna hér í hluta bréfsins:

"Ágætu foreldrar

Eins og fram kom í bréfi frá því í febrúar 2009 varð ljóst við gerð fjárhagsáætlunar leikskólans Gænuvalla vegna ársina 2009 að grípa þurfti til róttækra aðgerða til þess að endar nái saman í rekstri leikskólans.

Nú liggur fyrir að þær aðgerðir sem kynntar voru duga ekki til. Því tók menningar og fræðslunefnd þá ákvörðun á fundi sínum þann 23.mars 2009 að fella ekki niður gjöld þá daga sem leikskólinn er lokaður umfram hefðbundnar 4 vikur. Það var mat nefndarmanna að þetta kæmi sér betur fyrir fólkheldur en 5% hækkun leikskólagjalda þar sem ólíklegt er að sú hækkun gangi til baka. Hins vegar eru boðaðar lokanir tímabundnar aðgerðir. Þetta er um 13.000 kr. miðað við 8 tíma vistun á árinu 2009."

Áður boðaðar aðhaldsaðgerðir sem kynntar voru í byrjun mars voru þær að loka skólanum í 5 vikur í sumar sem og loka í samtals 6 daga kringum páska og jól. Þetta er pakkinn sem að er verið að tala um. Sem sagt erum við að borga fyrir það að vera með krakkana heima.

Svo kom eins og þruma úr heiðskýru lofti hækkun á leikskólagjöldum þann 1.mars og voru þær hækkanir ekkert kynntar eða auglýstar og fela menn sig á bak við vísitöluhækkanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband