24.11.2009 | 21:12
Orkuveitan er okkar eign
Félagsfundur í Norðurþingsdeild Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs,
haldinn á Húsavík þann 11. nóvember 2009, mótmælir því harðlega að
rafdreifikerfi Orkuveitu Húsavíkur ehf. verði selt til RARIK ohf. og
Orkusölunnar ehf.
Fundurinn skorar á stjórn Orkuveitunnar að fella þennan samning sem ekki er
gerður með vitund eigenda, það er íbúa Norðurþings. Jafnframt skorum við á
kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Norðurþings að koma í veg fyrir að þetta
verði að veruleika. Þessi gjörningur hefur ekki fengið lýðræðislega umræðu,
hvorki í samfélaginu né meðal kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn. Engin rök
hafa komið fram sem styðja þessa ákvörðun.
Þegar Orkuveitunni var breytt í eignarhaldsfélag sögðu allir
sveitarstjórnarfulltrúar að alls ekki stæði til að selja Orkuveituna né
hluta hennar. Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hendur meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á þessum gjörningi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.