Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.3.2010 | 11:28
Framboðslisti VG og félagshyggju- og umhverfisverndarfólks í Norðurþingi
þá er framboðslistinn kominn fram. Og get ég ekki annað er verið ánægður með útkomu hans. Frambærilegir og góðir kandídatar í hverju sæti.
Varðandi "sameiginlegt framboð" get ekki alveg skilið hvað það á að merkja! jú þarna eru komin saman fólk með frjálshygguna og umhverfið að leyðarljósi.
Vildi nota tækifærið og benda á heimasíðuna okkar vgnordurthing.123.is en hún verður vonandi virk innan tíðar.
Sameiginlegt framboð í Norðurþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 21:12
Orkuveitan er okkar eign
Félagsfundur í Norðurþingsdeild Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs,
haldinn á Húsavík þann 11. nóvember 2009, mótmælir því harðlega að
rafdreifikerfi Orkuveitu Húsavíkur ehf. verði selt til RARIK ohf. og
Orkusölunnar ehf.
Fundurinn skorar á stjórn Orkuveitunnar að fella þennan samning sem ekki er
gerður með vitund eigenda, það er íbúa Norðurþings. Jafnframt skorum við á
kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Norðurþings að koma í veg fyrir að þetta
verði að veruleika. Þessi gjörningur hefur ekki fengið lýðræðislega umræðu,
hvorki í samfélaginu né meðal kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn. Engin rök
hafa komið fram sem styðja þessa ákvörðun.
Þegar Orkuveitunni var breytt í eignarhaldsfélag sögðu allir
sveitarstjórnarfulltrúar að alls ekki stæði til að selja Orkuveituna né
hluta hennar. Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hendur meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á þessum gjörningi.
26.9.2009 | 10:28
Hvernig er það?
10.5.2009 | 10:35
Næsta ríkisstjórn!!!
Forsætisráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir
Fjármálaráðherra: Steingrímur J. Sigfússon
Félags-og tryggingamálaráðherra: Árni Páll Árnason
Atvinnumálaráðherra: Svandís Svavarsdóttir
Umhverfis-og samgönguráðherra: Katrín Júlísdóttir
Dómsmálaráðherra: Atli Gíslason
Heilbrigðisráðherra: Helgi Hjörvar
Menntamálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir
Viðskiptaráðherra: Gylfi Magnússon
Flokksráð VG þingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 10:33
Kíkið á þennann link!
30.4.2009 | 21:15
VSOP
ég er á þeirri skoðun að hleypa þyrfti fleiri flokkum að t.d O og P þetta yrði mjög skemmtileg blanda!!!
VSOP
Engin þörf fyrir aðra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2009 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 21:49
Enn herðir á hengingaról meirihluta sveitastjórnar Norðurþings
þessi frétt er tekin af vef Rúv
"Orkuveita Húsavíkur gjaldþrota
Orkuveita Húsavíkur er tæknilega gjaldþrota. Tap orkuveitunnar á síðasta ári nam rúmum 702 milljónum króna, og bókfært eigið fé fyrirtækisins er neikvætt um 142 milljónir króna.
Orkuveitan hefur fjárfest mikið í orkufyrirtækinu Þeistareykjum ehf. undanfarið, en fyrirtækið annast orkurannsóknir í Þingeyjarsýslum, með mögulega orkuöflun fyrir Bakkaálver í huga. Gunnlaugur óttast um framtíð Orkuveitu Húsavíkur verði núverandi efnahagsástand þjóðarinnar viðvarandi."
Svo kom frétt hjá rúv um áhyggjur vinstri grænni hér í Norðurþingi:
frettir@ruv.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2009 | 23:13
góð grein sem að ég fékk sent í pósti í dag
Ekki sakaði að enn ein staðfestingin á því hversu ofurspilltar blóðsugur þeir eru komst á yfirborðið mjög skömmu eftir að þessi hópur varð til.
Þá kom í ljós að flokkurinn og framámenn innan hans höfðu fengið milljónir fyrir að reyna að tryggja að stórfyrirtæki fengju aðgang að náttúruauðlindum Íslendinga til að þau gætu síðan grætt ennþá fleiri milljónir á að selja þær erlendum stórfyrirtækjum.
Þetta hefði auðvitað ekki átt að koma neinum á óvart en um 10% þjóðarinnar virðast hafa tekið andköf: "ha!? er sjálfstæðisflokkurinn spilltur? gengur hann erinda stórfyrirtækja og auðmanna þvert á hagsmuni almennings!? þessu hefði ég sko aldrei trúað!"
Sumir eru auðvitað tregari en aðrir, en við verðum auðvitað að fagna síðbúnum skilningi þessa fólks og bjóða því velkomið inn í heiminn eins og hann er í raun og veru. Þau verða að fá tíma til að jafna sig, því dvöl þeirra í þykjustunnilandi þar sem allir eru góðir og fallegir og vilja bara gefa þeim pening til að verzla var þessu fólki ánægjulegur. Nú þurfa þau hinsvegar að kljást við þá vitneskju að þeir ætluðu ekki bara að svindla á fátæka fólkinu, heldur öllum Íslendingum, þar á meðal þeim. Það hlýtur bara að taka á.
En 20% sitja sem fastast í fantasíuheiminum góða og láta sem ekkert hafi í skorist.
Nú er N1 svikahrappurinn mættur, PR agent hjá starbucks olíuiðnaðarins hjá Íslandi sem var hannaður sérstaklega af genasérfræðingum íhaldsins. Hann kom í heiminn í fæðingardeildinni í Valhöll og var umsvifalaust settur í jakkaföt og bindi og kennt að þylja helstu tuggurnar.
Hlutverk Bjarna Ben II er síðan að viðhalda yfirráðum íslenska konungsveldis Engeyjarættarinnar, en fyrir þá sem ekki vita er hann náfrændi Björns Bjarnasonar og Halldórs Blöndal, auk þess sem Bjarni Ben I er afabróðir hans.
Gæti verið... mögulega að hann muni ganga erinda N1, sem hann hætti ekki að vera stjórnarformaður hjá fyrr en hann bauð sig fram til formanns D og þar sem pabbi hans situr ennþá í stjórn, framyfir hagsmuni almennings? Og gæti verið að það útskýri hversu harkalega hann gengur fram í að reyna að troða fleiri mengandi álsuðupottum í áður óspillta náttúru okkar...
Hversu mikil viðskipti haldiði að eigi sér stað milli N1 og Alcoa eða Rio Tinto Alcan...?
Notum síðasta daginn fyrir kosningar í að halda áfram að sýna samstöðu og höldum þessum eyðileggingaröflum frá því að fá grænt ljós til að ráðskast með líf okkar."
11.4.2009 | 09:02
Hvar er Haukur?
Milljón frá Samvinnutryggingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 09:21
Ránfuglinn í útrýmingarhættu!!!
Ég get ekki séð að eðlilegt sé að styrkja framboð með svona miklum fjárhæðum. Þetta eru einungis styrkir til þess að kaupa fleiri atkvæði í hreiður ránfuglsins. Þessir styrkir voru notaðir til þess að rétta af fjárhag óreiðu- og spilligarhreiðursins eftir síðustu atkvæðakaup í sveitarstjórnarkosningum.
ojbara skiliði þessum peningum og hættiði að benda hver á annann það endar með því að FL-okkurinn í heild sinni verði að segja af sér.
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |