5.4.2009 | 12:29
Tryggvi fékk greiðsluaðlögun!!!!
Tryggv Þór Herbertsson fékk 70 milljóna króna skuld niðurfellda hjá ríkinu þegar að hann varð aðstoðarmaður Geirs Hilmars í bankahruninu.
Getum við ekki fengið svona greisluaðlögun?
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Fékk hann ekki líka greiðsluaðlögun að íslensku veðurfari.
Miðað við greiðsluna á honum er enginn greiðsluhalli þar.
101 (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 12:57
Er þetta virkilega málflutningur vinstri grænna? Er þetta það sem fulltrúi VG í Norðurþingi hefur fram að færa í þessari baráttu gegn þjóðargjaldþroti? Það er ekki skrítið að skjaldborgin margumtalaða hefur ekki látið á sér kræla.
Það er skömm af þessu.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.4.2009 kl. 14:11
Sæll Hilmar
Ég skil ekki hvernig nokkur maður getur haldið því fram að 20% niðurfelling leysi vandann! Það hefur komið fram við útreikninga SB að slík niðurfelling BARA fyrir heimilin kostar ríkissjóð um 285 milljarða. Og hvernig ætti svo að greiða það? Ætli það gæti ekki orðið aukin skattbyrði eða hreint "hrun" á velferðar og/eða þjónustugeira hins opinbera. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem skulda EKKI? Ég er t.d. námsmaður og á eftir að eignast börn... er það sanngjarnt ofan á allt annað að ávísa reikningnum á komandi kynslóðir?
Svo er vitað að slík niðurfelling dettur "dauð" hjá mörgum - sums staðar dugar hún ekki til og þá þarf sértæk úrræði. Annars staðar er hennar ekki þörf vegna þess að fólk var forsjált - eða hefur næga greiðslugetu. Þess vegna finnst mér að þurfi að ráðast að rót vandans - sértæku úrræðin strax og þá greiðsluaðlögunarleiðin ágæt.
Varðandi fyrirtæki þá held ég að 20% leiðin sé leynt og ljós knúin áfram af þeim fyrirtækjum sem mestra hagsmuna hafa að gæta... Hvað með ónefnt flutningafyrirtæki sem fór svo illa með rekstur sinn að það greiddi út hundruðir milljóna í "árangurstengda" bónusa - þrátt fyrir "lóðréttan" hallarekstur.
Heimilin þurfa ábyrg stjórnvöld sem byggja á raunsæjum og sanngjörnum leiðum til lengri tíma - ekki flýtileið sem sökkvir okkur enn dýpra í skuldafen til framtíðar. Það þarf að vera hægt að treysta því að fólk í erfiðleikum leiti til stofnanna til að fá aðlögun - næga framfærslu og byrði í samræmi við það.
Herdís Björk (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:21
sæll Snæþór
já það er skömm af þessum vinnubrögðum sjálfstæðisflokksins.
Hilmar Dúi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.